Andstæður

Íslendingur, íslensk, íslenskir stafir, sjónrænt, regla.
Ég heiti Selma.
Ég er með eyru – sem virka ekki vel.
Ég er algjör tungumálanörd – en heyri ekki vel.
Ég er félagslynd – en á erfitt innan um fjölda fólks.

Samt er ég manneskja, eins og þú, og reyni að lifa lífi mínu eins og allir aðrir.

Til þess nota ég ýmis bjargráð til að auðvelda mér lífið.

  1. Fyrst fékk ég heyrnartæki 3 ára, sem ég var lengi að venjast. Biluðu eyrun
  2. Ég fékk góðan kennara sem hjálpaði mér að ná tökum á lestri og bæta framburð minn.
  3. Ég var í talkennslu þar til ég varð 11 ára.
  4. Ég notaði svokallað FM tæki í skóla, sem var annars vegar hljóðnemi fyrir kennara og móttakara fyrir nemanda (mig). Tækið var ekki fullkomið og þverneitaði ég að nota það 11 ára gömul.
  5. Ég átti góðar vinkonur sem hjálpuðu mér í skólanum ef ég skildi ekki hvað átti að gera. Félagslynd
  6. Komin í menntaskóla fékk ég rittúlk, sem skrifaði á fartölvu allt sem kennari sagði í tímum og ég glósaði.
  7. Ég byrjaði að læra táknmál 15 ára og tók það sem þriðja mál í menntaskóla í stað þýsku eða frönsku. Tungumálanörd
  8. Ég fór að nota táknmál daglega, þar sem ég umgekkst mikið heyrnarlausa vini og þjálfaði mig upp í að geta notað táknmálstúlka í tímum. Þó fannst mér rittúlkurinn alltaf bestur. Félagslynd
  9. Upp úr tvítugu þróaði ég með mér „Deaf identity“ og ég öðlaðist sjálfstraust sem heyrnarlaus einstaklingur.
  10. Á rúmu ári versnaði heyrnin mín mjög mikið og ég var orðin lög-heyrnarlaus, þó ég hefði enn heyrnarleifar. Mér bauðst kuðungsígræðsla, sem ég hafnaði. Biluðu eyrun
  11. Ég kláraði grunnskólakennaranám frá Kennaraháskóla Íslands og hafði tekið dönsku í kjörsviði. Ég var, þrátt fyrir allt, góð í að skrifa og lesa dönsku, og fannst skemmtileg áskorun að takast á við dönskuna í háskóla. Það skemmdi heldur ekki að sami rittúlkur úr menntaskólanum túlkaði fyrir mig á dönsku í dönskutímunum. Tungumálanörd
  12. Ég ákveð að fara til Osló og læra til masters í Oslóarháskóla. Sérhæfingin var audiopedagogikk í sérkennslu, s.s. að sérhæfa mig í allt sem tengdist heyrninni og úrræðin sem var í boði þegar heyrnarskerðing er uppgötvuð. Tungumálanörd Félagslynd
  13. Ég ákveð eftir námið að ég væri tilbúin að fara í kuðungsígræðslu í Noregi, en flutti heim áður en af því varð.
  14. Ég fór að finna fyrir langþreytu eftir heimkomu til Íslands. Eftir góða umhugsun ákveð ég að fara í kuðungsígræðslu í von um að hún myndi létta mér lífið.
  15. Ég fór í endurhæfingu fyrir kuðungsígræðsluþegar í Noregi, korter í covid og kláraði seinni hluta endurhæfingunnar í gegnum tölvu. Félagslynd
  16. Ég heyri meira og betur en áður, en skil minna í samtölum, svo ég verð að fara vel með mig og hvíla mig eftir þörfum. Félagslynd

Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *